"Ég er síður en svo að minnka við mig sjálf þó að ég hafi fengið annan þjálfara við hlið mér. Við erum ekki langt frá því að ná afburðaárangri á alþjóðlegum vettvangi og til þess að ná lengra er besta leiðin að auka enn við gæðin og umgjörðina," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Vals í knattspyrnu kvenna, við Morgunblaðið.
Elísabet segir m.a. að hún hafi ætlað að hætta hjá Val eftir þetta tímabil og þjálfa erlendis. Hún hefur líka mikinn hug á að ná enn lengra með Valsliðið og að fá erlenda toppleikmenn til liðs við félagið. Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.