Real Madrid endurheimti toppsætið

Raul og Robinho fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld.
Raul og Robinho fagna marki þess fyrrnefnda í kvöld. Reuters

Spánarmeistarar Real Madrid endurheimtu í kvöld toppsæti í spænsku úrvalsdeildinni þegar þeir lögðu Real Betis, 2:0, á heimavelli sínum í Madrid. Raúl skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 67. mínútu og Julio Baptista skoraði síðara markið á 83. mínútu en hann var þá nýkominn inná sem varamaður.

Real Madrid hefur 13 stig í efsta sæti, Villareal og Valencia hafa 12 og Barcelona er með 11 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert