Þróttur í Landsbankadeildina - Reynir féll

Þróttarar voru að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni eftir sigur …
Þróttarar voru að vinna sér sæti í Landsbankadeildinni eftir sigur á Reynismönnum í kvöld.. Ómar Óskarsson

Þróttur tryggði sér í kvöld sæti í Landsbankadeild að ári þegar liðið sigraði Reynir Sandgerði, 4:0, í lokaumferð 1. deildarinnar og þar með féllu Reynismenn í 2. deild.

Þróttur fylgir Fjölni og Grindavík upp í Landsbankadeildina, sem verður skipuð 12 liðum á næstu leiktíð. Grindavík varð 1. deildarmeistari en liðið hlaut 47 stig eins og Þróttur en markatala Grindvíkinga var betri. Fjölnir varð í þriðja sæti með 45 og ÍBV í fjórða með 44.

Úrslitin í lokaumferðinni urðu þessi:

Reynir - Þróttur 0:4 (Jens Elvar Sævarsson, Adolf Sveinsson, Hjörtur Hjartarson, Skúli Jónsson).

ÍBV - Fjölnir 4:3 (Ingi Rafn Ingibergsson, Atli Heimisson, Andri Ólafsson, Ian Jeffs - Davíð Rúnarsson 2, Atli Viðar Björnsson).

Stjarnan - Njarðvík 2:3 (Magnús Björgvinsson 2 - Aron Már Smárason 2, Snorri Már Jónsson).

Þór - KA 2:1 (Ingi Hrannar Heimisson, Matthías Friðriksson - Aleksandar Linta).

Leiknir R. - Víkingur Ólafsvík 1:0 (Hilmar Trausti Arnarsson)

Fjarðabyggð - Grindavík 1:0 (Guðmundur Atli Steinþórsson).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert