Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liði burstaði Levenate á útivelli, 1:4, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Thierry Henry skoraði þrjú fyrstu mörkin og Lionel Messi bætti við fjórða markinu áður en Levente náði að laga stöðuna.
Með sigrinum komust Börungar í efsta sæti deildarinnar með 14 stig. Real Madrid er í öðru sæti með 13 stig en á leik til góða sem og Villareal og Valencia.