Jónas Grani valinn bestur

Jónas Grani Garðarsson, til vinstri, ásamt félaga sínum úr Fram-liðinu, …
Jónas Grani Garðarsson, til vinstri, ásamt félaga sínum úr Fram-liðinu, Theódóri Óskarssyni. Árni Torfason

Framarinn Jónas Grani Garðarsson, markakóngur Landsbankadeildarinnar í sumar, var í dag útnefndur besti leikmaður í umferðunum 13-18 í Landsbankadeildinni. Willum Þór Þórssson þjálfari Íslandsmeistara Vals var kjörinn besti þjálfarinn, stuðningsmenn Vals fengu viðurkenningu sem besti stuðningshópurinn í sex síðustu umferðunum og Magnús Þórisson var útnefndur besti dómarinn.

Þá var valið lið umferðanna sem er þannig skipað:

Markvörður:
Fjalar Þorgeirsson, Fylki

Varnarmenn:
Atli Sveinn Þórarinsson, Val
Barry Smith, Val
Dario Cingel, ÍA
Rene Carlsen, Val

Miðvallarleikmenn:
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH
Baldur Aðalsteinsson, Val
Bjarni Guðjónsson, ÍA
Pálmi Rafn Pálmason, Val

Framherjar:
Helgi Sigurðsson, Val
Jónas Grani Garðarsson, Fram

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert