Lárus hættur þjálfun karlaliðs Stjörnunnar

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is
Lárus Guðmundsson er hættur sem þjálfari 1. deildar liðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Lárus tók við Garðabæjarliðinu fyrir tímabilið af Jörundi Áka Sveinssyni og undir stjórn hans enduðu Stjörnumenn í 9. sæti á nýafstaðinni leiktíð en liðið lenti í mikilli fallhættu eftir slæmt gengi í síðari hluta mótsins.

Stjórn knattspyrnudeildar Stjörnunnar ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Lárus og sagði Valdimar Kristófersson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, sem tekið hefur sæti í nýskipuðu meistaraflokksráði Stjörnunnar, við Morgunblaðið að nú færi allt á fullt við að leita að nýjum þjálfara.

,,Það er hugur í okkur og stefnan er að finna góðan mann til að taka við liðinu. Svo er ætlunin að styrkja leikmannahópinn. Efniviðurinn er til staðar hjá okkur en við þurfum að fá til okkar einhverja reynslubolta," sagði Valdimar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert