Leifur búinn að gera nýjan samning við Fylki

Leifur Sigfinnur Garðarsson verður áfram við stórnvölinn hjá Fylki næstu …
Leifur Sigfinnur Garðarsson verður áfram við stórnvölinn hjá Fylki næstu árin. Árni Torfason

Leifur Sigfinnur Garðarsson þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu hefur skrifað undir nýjan samning við Árbæjarliðið og gildir samningurinn til ársins 2012. Leifur, sem átti eitt ár eftir af samningi sínum, hefur stýrt Fylkismönnum undanfarin tvö keppnistímabil. Undir hans stjórn urðu þeir í 4. sæti í Landsbankadeildinni í ár og komust í undanúrslit í Visa-bikarnum þar sem þeir töpuðu fyrir Fjölni.

Þá hafa Fylkismenn endurnýjað samning sinn við Jón Sveinsson sem verður áfram astoðarþjálfari liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert