Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla tilkynnti í dag 22ja manna hóp fyrir leikina gegn Lettlandi og Liechtenstein í undankeppni EM sem fram fara 13. og 17. október.
Leikurinn við Letta verður á Laugardalsvellinum en síðan er leikið við Liechtenstein ytra.
Hópurinn er þannig skipaður:
Árni Gautur Arason, Vålerenga
Daði Lárusson, FH
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading
Helgi Sigurðsson, Val
Arnar Þór Viðarsson, De Graafschap
Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona
Indriði Sigurðsson, Lyn
Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley
Ívar Ingimarsson, Reading
Ólafur Örn Bjarnason, Brann
Kristján Örn Sigurðsson, Brann
Grétar Rafn Steinsson, AZ Alkmaar
Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk
Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg
Kári Árnason, AGF
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga
Emil Hallfreðsson, Reggina
Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg
Ármann Smári Björnsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH
Hermann Hreiðarsson verður ekki með í fyrri leiknum, gegn Lettum, þar sem hann tekur út leikbann.