Mikil spenna fyrir bikarúrslitaleikinn

Tryggvi Guðmundsson og félagar í FH þykja sigurstranglegir í dag.
Tryggvi Guðmundsson og félagar í FH þykja sigurstranglegir í dag.

FH og Fjölnir mætast í úrslitaleik bikarkeppni karla í knattspyrnu, VISA-bikarsins, á Laugardalsvellinum í dag klukkan 14.00. Hvorugt félagið hefur áður orðið bikarmeistari og Fjölnismenn hafa aldrei náð svona langt í keppninni svo spennan er mikil meðal stuðningsmanna félaganna.

Stuðningsmenn FH eru farnir að safnast sama á Áttunni í Hafnarfirði en mæting var þar klukkan 11.00. Þaðan verður síðan farið með rútum í Laugardalinn klukkan 12.50.

Stuðningsmenn Fjölnis koma saman í herbúðum félagsins í Dalhúsum klukkan 11.30 og þar verður lífleg dagskrá framundir klukkan 13.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert