Kekic áfram hjá Víkingi

Kekic í leik með Víkingi gegn KR í sumar.
Kekic í leik með Víkingi gegn KR í sumar. Árni Torfason

Knattspyrnumaðurinn Sinisa Valdimar Kekiec hefur framlengt samning sinn við Víking um eitt ár og mun hann jafnframt verða annar af tveimur þjálfurum 2. flokks félagsins.

Kekic er 38 ára gamall sem kom til Víkings frá Þrótti en þar áður var hann í herbúðum Grindvíkinga. Hann var besti leikmaður Víkinga í sumar sem féllu úr úrvalsdeildinni en Kekic skoraði 8 mörk í 17 leikjum og varð í 3.-5. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert