Bjarni ráðinn þjálfari Stjörnunnar

Bjarni Jóhannsson þjálfari undirritun samningsins ásamt Andrési B. Sigurðssyni formanni …
Bjarni Jóhannsson þjálfari undirritun samningsins ásamt Andrési B. Sigurðssyni formanni Knattspyrnudeildar Stjörnunnar, Ragnari Árnasyni form. meistaraflokksráðs karla og Snorra Olsen formanni UMF Stjörnunnar. mbl.is

Bjarni Jóhannsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Bjarni tekur við Garðabæjarliðinu af Lárusi Guðmundssyni sem hætti störfum hjá félaginu á dögunum en undir hans stjórn urðu Stjörnumenn í 8. sæti 1. deildarinnar í sumar.

Samningur Bjarna er til þriggja ára en félagið hefur sett stefnuna á komast í Landsbankadeildina að ári en Stjörnumenn voru síðast í efstu deild fyrir sjö árum.

Bjarni er í hópi reyndustu þjálfara landsins en meðal þeirra liða sem hann hefur stýrt eru ÍBV, Fylkir, Grindavík og Breiðablik og þá er hann aðstoðarþjálfari Eyjólfs Sverrissonar við A landslið karla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert