Sigurbjörn áfram með Val

Sigurbjörn í baráttu við Magnús Pál Gunnarsson í leik Vals …
Sigurbjörn í baráttu við Magnús Pál Gunnarsson í leik Vals og Breiðabliks í sumar. Kristinn Ingvarsson

Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Hlíðarendaliðið og gildir samningurinn út næsta tímabil.

Sigurbjörn er 32 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið hátt í 400 leiki með Valsmönnum. Þar af hefur hann spilað 176 leiki með liðinu í efstu deild og hefur í þeim skorað 27 mörk. Hann lék 14 leiki í Landsbankadeildinni í sumar en sem kunnugt er hömpuðu Valsmenn Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í 20 ár þegar þeir lögðu HK í lokaumferð Íslandsmótsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert