Eiður Smári í byrjunarliðinu gegn Lettum

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliðinu. Árni Torfason

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu tilkynnti nú rétt áðan byrjunarlið Íslands sem mætir Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins kl. 16 á Laugardalsvellinum. Leikaðferð íslenska liðsins er 4:5:1 og liðið þannig skipað:

Árni Gautur Arason - Kristján Örn Sigurðsson, Ívar Ingimarsson, Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson - Grétar Rafn Steinsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson, Eiður Smári Guðjohnsen - Gunnar Heiðar Þorvaldsson.

Varamenn: Daði Lárusson, Indriði Sigurðsson, Kári Árnason, Arnar Þór Viðarsson, Helgi Sigurðsson, Ármann Smári Björnsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Þeir sem hvíla eru: Veigar Páll Gunnarsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson.

Fylgst verður með leiknum í textalýsingu á mbl.is en leikurinn í dag er síðasti heimaleikur íslenska landsliðsins í undankeppninni. Á miðvikudaginn mæta Íslendinga Liechtensteinum á útivelli og ljúka svo riðlakeppninni gegn Dönum á Parken þann 17. nóvember,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert