Eyjólfur: „Erum komnir aftur á byrjunarreit“

Leikmenn Íslands fyrir leikinn í dag.
Leikmenn Íslands fyrir leikinn í dag. Golli

„Það eina sem við getum verið ánægðir með í fyrri hálfleik var markið sem við skoruðum. Eftir það var mikið agaleysi í varnarleik okkar. Það var of mikið bil á milli varnar, miðju og sóknar, “ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins eftir 4:2-tap gegn Lettum á Laugardalsvelli í dag.

Þjálfarinn var ósáttur við hve mikinn tíma leikmenn Letta fengu til þess að athafna sig í fyrri hálfleik. Lettar hafa skorað 9 mörk í riðlakeppninni og 8 þeirra hafa þeir skorað gegn Íslendingum.

„Við náðum ekki að loka svæðum og Lettarnir fengu of mikinn tíma til þess að athafna sig. Í síðustu leikjum okkar hefur varnarleikurinn verið í mikilli framför en eftir leikinn í dag erum við komnir aftur á byrjunarreit,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari íslenska landsliðsins eftir 4:2-tap gegn Lettum á Laugardalsvelli í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert