Góður sigur Spánverja í Árósum

Martin Laursen og Cesc Fabregas í baráttunni í Árósum í …
Martin Laursen og Cesc Fabregas í baráttunni í Árósum í kvöld. Reuters

Vonir Dana um að vinna sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu urðu að engu í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Spánverjum, 1:3, í Árósum í kvöld. Raul Tamudo og Sergio Ramos komu Spánverjum í 2:0 í fyrri hálfleik. John Dahl Tomasson náði að minnka muninn fyrir Dani á 87. mínútu en Albert Riera innsiglaði sigur Spánverja skömmu síðar.

Svía hafa 22 stig eftir níu leiki, Spánverjar hafa 22 stig eftir tíu leiki, Norður-Írar eru með 16 stig eftir níu leiki, Danir hafa 14 stig, Lettar 9, Íslendingar 8 og Liechtensteinar 4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert