Þorvaldur Örlygsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Fram í knattspyrnu til næstu tveggja ára í stað Ólafs Þórðarsonar. Þorvaldur þjálfaði lið Fjarðabyggðar með góðum árangri síðustu tvö ár en var þar áður við stjórnvölinn hjá KA.
Í fréttatilkynningu sem Framarar sendu frá sér í dag segir; ,,Þorvaldur býr yfir mikilli reynslu eftir farsælan ferill sem leikmaður erlendis og hann hefur náð góðum árangri sem þjálfari og það er okkur mikil ánægja að hann skuli hafa tekið að sér starfið. Viðræður gegnu hratt og vel fyrir sig sem lýsir vel áhuga beggja aðila fyrir samstarfi."