Elísabet: Þýska liðið labbaði bara um völlinn

Elísabet Gunnarsdóttir var vonsvikin með frammistöðu Frankfurt.
Elísabet Gunnarsdóttir var vonsvikin með frammistöðu Frankfurt. Golli

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Vals í knattspyrnu, sagði við fréttavef Morgunblaðsins að það hefði verið sorglegt að horfa á frammistöðu fyrrum Evrópumeistara Frankfurt þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við belgísku meistarana Wezemaal í dag. Úrslitin þýða að Valur er úr leik í Evrópukeppninni.

"Þetta var ömurlegt, þýska liðið labbaði bara um völlinn og reyndi ekki að vinna leikinn. Þýsku leikmennirnir léku sér bara í reitabolta og var alveg sama um úrslitin. Belgíska liðið er þar með komið áfram og það er ekkert annað en djók að það skuli halda áfram keppni en við séum úr leik," sagði Elísabet.

Valur vann Wezemaal, 4:0, en belgíska liðið fer áfram þar sem það vann Everton, 2:1, og náði þessu jafntefli gegn Frankfurt í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert