Valur tapaði fyrir Everton en kemst líklega áfram

Katrín Jónsdóttir skoraði hið þýðingamikla mark Vals í dag.
Katrín Jónsdóttir skoraði hið þýðingamikla mark Vals í dag. mbl.is

Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér svo gott sem sæti í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í dag þrátt fyrir 3:1 tap fyrir Everton í síðasta leik sínum í milliriðlinum sem leikinn er í Belgíu.

Valur lenti 3:0 undir en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir minnkaði muninn eftir klukktímaleik og það mark fleytir Val í 8-liða úrslitin að því gefnu að belgíska liðið Wezemaal tapi fyrir þýska meistaraliðinu Frankfurt í dag. Everton þurfti að vinna Val með þriggja marka mun til að komast áfram en það eina sem getur komið í veg fyrir að Valur fari áfram er að Wezemaal nái stigi gegn Frankfurt síðar í dag.

Frankfurt hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitunum eftir sigur á Val og Everton. Valur og Everton hafa bæði 3 stig en markatala Vals er betri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert