„Það er alveg ljóst að við erum ekki ánægðir með árangur liðsins. Við stefnum hærra en þetta, það er klárt mál. Ég var mjög óánægður með niðurstöðuna í síðustu keppni, að fá fjögur stig, og er mjög óánægður með að vera bara með 8 stig þegar einn leikur er eftir af þessari keppni. Við þurfum að skoða þetta vel. Sá sem er ábyrgur fyrir liðinu er þjálfarinn og við skoðum stöðu hans á næstu dögum," segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið.