Leikbann knattspyrnumarkvarðarins Dida hjá AC Milan hefur verið stytt niður í einn leik, eftir því sem greint er frá á heimasíðu félagsins. Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hafði úrskurðaði Dida í tveggja leikja bann eftir að hann gerði sér upp meiðsli í leik AC Milan og Celtic í meistaradeild Evrópu fyrir skömmu. AC Milan áfrýjaði úrskurði UEFA sem ákvað í framhaldinu að stytta bannið. AC Milan mætir Shakhtar Donetsk frá Úkraínu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu á miðvikudag og verður Dida þá fjarri góðu gamni, en liðin mætast í Mílanó.