Vidic verður í liði Manchester United í Kiev

Nemanja Vidic er orðinn klár í kollinum á ný.
Nemanja Vidic er orðinn klár í kollinum á ný. Reuters

Miðvörðurinn Nemanja Vidic er búinn að jafna sig að fullu af höfuðmeiðslunum sem hann hlaut fyrir rúmum tveimur vikum og verður í byrjunarliði Manchester United þegar liðið sækir Dynamo heim til Kiev í Úkraínu í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Vidic fékk heilahristing í leik gegn Wigan í úrvalsdeildinni og hefur ekki spilað síðan en fór með liðinu í austurveg og nú er ljóst að hann kemur inní liðið og leysir þar Gerard Pique af hólmi í hjarta varnarinnar.

Leikur liðanna hefst kl. 18.45 að íslenskum tíma en þess má geta að þá er klukkan orðin 21.45 í Úkraínu og því um sannkallaða miðnæturskemmtun að ræða á þeim slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert