Eru landsliðsmennirnir óánægðir með Eyjólf?

Brynjar Gauti

Norski netmiðillinn Nettavisen ræðir í dag nokkuð um stöðu íslenska landsliðsins í knattspyrnu og hefur eftir íslenskum knattspyrnumönnum í Noregi, að þeir séu ekki ánægðir með árangur liðsins og vilja að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari verði látinn fara. Nettavisen nafngreinir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Indriða Sigurðsson og Ólaf Örn Bjarnason og vitnar í samtöl við þá. Árni Gautur Arason landsliðsmarkvörður í Vålerenga stendur hins vegar með Eyjólfi og segir, að ekki sé hægt að kenna honum einum um slakt gengi landsliðsins. Nettavisen segist ekka hafa náð í Eyjólf til að fá álit hans á ummælum knattspyrnumannanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert