Nýr þjálfari landsliðsins kynntur til sögunnar í dag?

Geir Þorsteinsson formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. mbl.is

Í spjalli við Geir Þorsteinsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun kom fram að nýr þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður væntanlega kynntur til sögunnar í dag en sem kunnugt er ákvað stjórn KSÍ að framlengja ekki samninginn við Eyjólf Sverrisson.

Í viðtalinu við Geir mátti ráða að íslenskur þjálfari verður væntanlega ráðinn til starfans og hafa nöfn Ólafs Jóhannessonar, fyrrum þjálfara FH, Willums Þórs Þórssonar, þjálfara Íslandsmeistara Vals, og Guðjóns Þórðarsonar, þjálfara ÍA og fyrrum landsliðsþjálfara, helst verið nefnd til sögunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert