Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu til ársloka 2009

Frá blaðamannafundi sem stendur yfir í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, …
Frá blaðamannafundi sem stendur yfir í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal, Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Ólafur Jóhannesson, nýráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, til hægri. mbl.is/Jón Pétur

Ólafur Jóhannesson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla til næstu tveggja ára. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands sem hófst klukkan 13. Skrifað var undir samninginn fyrir fáeinum mínútum en hann gildir til 31. desember 2009, eða fram yfir þann tíma sem undankeppni heimsmeistaramótsins stendur yfir. Ekki hefur verið gengið frá því hver verður aðstoðarmaður Ólafs með landsliðið eða hvort hann hafi aðstoðarmann við hlið sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert