Úrslitakeppni HM karla árið 2014 verður í Brasilíu. Sapp Blatter formaður Alþjóða knattspyrnusambandsins tilkynnti þetta í dag. Búið var að ákveða að keppnin færi fram í Suður-Ameríku og voru Brasilíumenn þeir einu sem sóttust eftir keppnishaldinu.
Úrslitakeppni HM hefur einu sinni fari fram í Brasilíu, sem státar af fimm heimsmeistaratitlum. Það var árið 1950 þegar Úrúgvæar hömpuðu heimsmeistaratitlinum eftir 2:1 sigur Brasilíumönnum.
Brasilíumenn ætla að verja 550 milljónum punda, 68 milljörðum íslenskra króna, í að byggja nýja velli og gera upp aðra, þar á meðal Maracana völlinn þar sem úrslitaleikurinn fór fram árið 1950.