Lúkas valdi fjóra nýliða

Albert Brynjar Ingason er einn nýliðanna í U21 árs hópnum.
Albert Brynjar Ingason er einn nýliðanna í U21 árs hópnum. Ómar Óskarsson

Lúkas Kostic þjálfari U21 ára landsliðs karla í knattspyrnu valdi í dag hópinn sem mætir Þjóðverjum í vináttuleik þann 16. nóvember og Belgum í undankeppni Evrópumótsins fjórum dögum síðar.

Fjórir nýliðar eru í hópnum en það eru þeir Albert Brynjar Ingason, sem á dögunum gekk í raðir Vals frá Fylki, Andrés Már Jóhannesson, Fylki, Gylfi Þór Sigurðsson, Reading og Hólmar Örn Eyjólfsson, HK.

Hópurinn er þannig skipaður:
Haraldur Björnsson, Hearts
Þórður Ingason, Fjölni
Bjarni Þór Viðarsson, Everton
Rúrik Gíslason, Viborg
Birkir Bjarnason, Viking
Ari Freyr Skúlason, Hacken
Arnór S. Aðalsteinsson, Breiðabliki
Guðmann Þórisson, Breiðabliki
Aron Einar Gunnarsson, AZ Alkmaar
Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts
Gunnar Kristjánsson, Víkingi
Hallgrímur Jónasson, Keflavík
Heiðar Geir Júlíusson, Hammarby
Kjartan Henry Finnbogason, Åvidaberg
Arnór Smárason, Heerenveen
Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar
Albert Brynjar Ingason, Val
Andrés Már Jóhannesson, Fylki
Gylfi Þór Sigurðsson, Reading
Hólmar Örn Eyjólfsson, HK

Bjarni Þór Viðarsson og Eggert Gunnþór Jónsson taka ekki þátt í leiknum gegn Belgum þar sem þeir taka út leikbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert