Sociedad orðað við Eið

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Reuters

Spænska íþróttablaðið Marca segir frá því að gær að Iñaki Badiola og hópur kínverskra fjárfesta sem með honum vinna hafi Eið Smára Guðjohnsen og Roberto Soldado, framherja hjá Real Madrid, á óskalista sínum hjá spænska 2. deildarliðinu Real Sociedad.

Badiola og félagar reyna nú að hressa upp á lið Sociedad sem má muna sinn fífil fegri eftir að það féll úr 1. deild í vor og hefur ekki náð sér á strik til þessa í 2. deildinni. Liðið er nú í 12. sæti deildarinnar, ellefu stigum á eftir forystuliðinu Numancia.

Badiola og samstarfsmenn hyggjast hressa verulega upp á lið Sociedad í janúar þegar opnað verður fyrir leikmannaskipti á nýjan á leik. Munu þeir vera tilbúnir að leggja háar fjárhæðir fram til þess að styrkja liðið og koma því upp í efstu deild á nýjan leik þar sem það hefur lengst af verið síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert