Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Barcelona þegar liðið sigraði Rangers, 2:0, í E-riðli Meistaradeildarinnar. Með sigrinum tryggðu Börsungar sér sæti í 16-liða úrslitunum. Í hinum leik riðilsins hafði Lyon betur gegn Stuttgart, 4:2.
Thierry Henry og Lionel Messi gerðu mörkin fyrir Börsunga í fyrri hálfleik sem hafa 10 stig í efsta sæti í riðlinum.
Ben Arfa skoraði tvö af mörkum Lyon og þeir Kim Kallström og Juninho gerðu sitt markið hver. Goméz gerði bæði mörkin fyrir Stuttgart sem er án stiga en Lyon hefur 6 stig, er stigi á eftir Rangers.