Eiður lék 20 mínútur í sigri Barcelona

Ronaldinho og Thierry Henry fagna marki Lionel Messi.
Ronaldinho og Thierry Henry fagna marki Lionel Messi. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Barcelona þegar liðið sigraði Rangers, 2:0, í E-riðli Meistaradeildarinnar. Með sigrinum tryggðu Börsungar sér sæti í 16-liða úrslitunum. Í hinum leik riðilsins hafði Lyon betur gegn Stuttgart, 4:2.

Thierry Henry og Lionel Messi gerðu mörkin fyrir Börsunga í fyrri hálfleik sem hafa 10 stig í efsta sæti í riðlinum.

Ben Arfa skoraði tvö af mörkum Lyon og þeir Kim Kallström og Juninho gerðu sitt markið hver. Goméz gerði bæði mörkin fyrir Stuttgart sem er án stiga en Lyon hefur 6 stig, er stigi á eftir Rangers.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert