Barcelona getur skotist á topp spænsku 1. deildarinnar annað kvöld takist liðinu að leggja Getafe að velli. Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar, er stigi á undan Börsungum en Real Madrid á ekki leik fyrr en á sunnudag. Frank Rijkaard þjálfari Barcelona valdi í dag 18 manna hóp fyrir leikinn og er Eiður Smári Guðjohnsen í þeim hópi.
Gianluca Zambrotta kemur inn í hópinn að nýju eftir meiðsli og tekur sæti Rafaels Marguez. Hópur Börsunga er þannig skipaður:
Valdés, Jorquera, Zambrotta, Puyol, Thuram, Milito, Oleguer, Abidal, Sylvinho, Touré Yaya, Xavi, Iniesta, Eiður Smári, Giovani, Bojan, Ronaldinho, Henry, Messi.