Eiður Smári Guðjohnsen sat á varamannabekknum hjá Barcelona allan tímann þegar liðið tapaði fyrir Getafe í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í Madrid kvöld og misstu Börsungar þar með af tækifærinu að komast í efsta sæti. Lærisveinar Michael Laudrup í Getafe höfðu betur, 2:0, og unnu þar með þriðja sigur sinn í röð..
del Moral Manu skoraði fyrra markið á 27. mínútu og varamaðurinn Juan Albin bætti við öðru á 88. mínútu en skömmu áður fékk Gianluca Zambrotta varnamaður Barcelona rautt spjald fyrir ljótt brot.
Börsungar voru afar slakir í leiknum en Frank Rijkaard þjálfari liðsins ákvað að gefa Eiði ekki tækifæri heldur skipti hann hinum ungu Giovani dos Santos og Bojan Krkic inná sem og Zambrotta en enginn þeirra komst í takt við leikinn.