Ívar ekki í fyrsta landsliðshóp Ólafs

Ólafur Jóhannesson valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn.
Ólafur Jóhannesson valdi í dag fyrsta landsliðshóp sinn. mbl.is/RAX

Ólafur Jóhannesson, nýráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag hvaða leikmenn hann hefur valið fyrir landsleikinn gegn Dönum í undankeppni Evrópumótsins á Parken í Kaupmannahöfn þann 21. nóvember n.k.  Ólafur valdi ekki Ívar Ingimarsson úr Reading í verkefnið en Ívar lék alla leiki landsliðsins undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar.

Ólafur sagði að Ívar hefði tjáð sér fyrir tíu dögum að hann ætlaði að hætta í landsliðinu eftir Danaleikinn og eftir að hafa velt málinu fyrir sér þá hafði hann samband við Ívar og sagði honum að hann yrði ekki valinn.

Landsliðið heldur til Danmerkur á laugardag og mun liðið ná 6 æfingum undir stjórn Ólafs og Péturs Péturssonar aðstoðarmanns hans fram að leiknum á Parken á miðvikudag.

Afþökkuðu vináttuleik gegn Georgíu

Geir Þorsteinsson formaður Knattspyrnusambands Íslands sagði að Georgía hefði á síðustu stundu óskað eftir því að fá íslenska liðið í vináttuleik laugardaginn 17. nóvember. Geir sagði að boð Georgíumanna hafi komið of seint og það hafi ekki þótt ásættanlegt að fara með landsliðið í hraðferð í langt ferðalag til Georgíu.

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði á fundi með fréttamönnum í dag að margir leikmenn hefðu komið til greina í 20 manna landsliðshóp.

Ólafur Ingi Skúlason leikmaður sænska liðsins Helsinborg var ekki valinn og segir Ólafur að að nafni hans hafi vissulega verið inn í myndinni en hafi ekki verið valinn að þessu sinni.

Stefán Gíslason úr Bröndby í Danmörku er í liðinu eftir nokkurt hlé. Sverrir Þór Garðarsson úr FH, Eggert Gunnþór Jónsson úr Hearts í Skotlandi og Bjarni Þór Viðarsson úr Everton eru í leikmannahópnum en þeir eru allir nýliðar.

Ólafur sagði að hann þekkti vel til Bjarna og Theódórs Elmars en hann hefur ekki séð Eggert spila með Hearts. Þjálfarinn sagði að hann hefði aflað sér upplýsinga um Eggert í gegnum þjálfara hans í Skotlandi og hjá fleiri þjálfurum. Kári Árnason úr AGF og Ólafur Örn Bjarnason úr Brann eru ekki valdir að þessu sinni en þeir voru í síðustu landsliðsverkefnum.

Indriði Sigurðsson, Lyn, gaf ekki kost á sér vegna meiðsla en hann er á leið í aðgerð á öxl 

Liðið er þannig skipað:

Markverðir:

Árni Gautur Arason, Vålerenga

Daði Lárusson, FH

Aðrir leikmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 

Brynjar Björn Gunnarsson, Reading

Arnar Þór Viðarsson, Twente

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona

Jóhannes Karl Guðjónsson, Burnley

Kristján Örn Sigurðsson, Brann

Grétar Rafn Steinsson, Alkmaar

Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk

Stefán Gíslason, Bröndby

Hjálmar Jónsson, IFK Gautaborg

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga

Emil Hallfreðsson, Reggina

Ármann Smári Björnsson, Brann

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg

Theódór Elmar Bjarnason, Celtic

Sverrir Þór Garðarsson, FH

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Bjarni Þór Viðarsson,  Everton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert