Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu sagði við mbl.is í dag að það hefði ekki verið til umræðu að skipta um fyrirliða í íslenska landsliðinu fyrir leikinn gegn Dönum í næstu viku.
Ólafur segir að Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Barcelona verði áfram fyrirliði landsliðsins og það hafi aldrei verið rætt um að gera einhverjar breytingar. Eiður, sem leikur með Barcelona á Spáni, bætti markamet Ríkharðs Jónssonar í síðasta landsleik í 4:2-tapleik gegn Lettum á Laugardalsvelli. Eiður hefur nú skorað 19 mörk í 49 leikjum með landsliðinu.