Hinn leikreyndi Thomas Helveg verður ekki með Dönum í leikjunum gegn Norður-Írum og Íslendingum í undankeppni Evrópumótsins. Helveg, sem er 36 ára gamall og leikur í stöðu hægri bakvarðar, þurfti að draga sig út úr hópnum í dag vegna nárameiðsla.
Helveg leikur með OB í Danmörku en hann hefur komið víða við á ferli sínum og hefur leikið með ítölsku liðunum AC Milan, Inter og Udinese, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach og Norwich á Englandi.
Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana valdi í dag William Kvist leikmann FC Köbenhavn í stað Helvegs en Danir mæta Norður-Írum í Belfast á laugardaginn og taka síðan á móti Íslendingum á Parken á miðvikudaginn í næstu viku.