Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands í knattspyrnu, er hættur hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga en frá þessu var skýrt á vef félagsins í kvöld.
Haft er eftir Árna Gauti að engin dramatík liggi á bakvið þessa niðurstöðu. "Félagið vill byggja upp framtíðarlið og veðja á yngri markvörð og mig langar að breyta til," segir Árni á vef Vålerenga en hann hefur spilað með liðinu frá miðju sumri 2004 og verið aðalmarkvörður frá byrjun.