Samkvæmt frétt norska fréttavefsins Aftenposten er tveir íslenskir leikmenn í sigtinu hjá tveimur norskum úrvalsdeildarliðum. Sverrir Garðarsson leikmaður FH er enn og aftur orðaður við Viking frá Stavanger en í herbúðum liðsins eru tveir íslenskir leikmenn, Hannes Þ. Sigurðsson og Birkir Bjarnason. Forráðamenn Aalesund eru að skoða Kjartan Henry Finnbogason en með Aalesund leikur Haraldur Guðmundsson varnarmaður úr Keflavík.
Kjartan lék með sænska 1. deildarliðinu Åtvidaberg frá því um miðjan ágúst en hann var áður samningsbundinn skoska úrvalsdeildarliðinu Celtic. Samningur hans við Åtvidaberg rann út í lok keppnistímabilsins í Svíþjóð. Hann lék æfingaleik með Aalesund í síðustu viku í mikilli snjókomu og erfiðum aðstæðum á Color Line vellinum. Alls eru 7 leikmenn til reynslu og skoðunar hjá Aalesund þessa dagana.