Kári er ósáttur við vinnubrögð KSÍ

Kári Árnason.
Kári Árnason. Ómar Óskarsson

Kári Árnason leikmaður danska liðsins AGF er alls ekki ánægður með að vera ekki valinn í íslenska landsliðið sem mætir Dönum á Parken á miðvikudaginn í næstu viku. Hann segir að Knattspyrnusambandið hafi ekki staðið fagmannlega að verki þegar tilkynnt var um valið á leikmönnum Íslands.

„Knattspyrnusamband Íslands sendi fax á skrifstofu AGF þar sem þeir tilkynntu félaginu að búið væri að velja mig í landsliðið en ég sá það síðan á heimasíðu KSÍ að nafn mitt var ekki á listanum. Þetta eru ekki fagmannleg vinnubrögð,“ segir Kári í viðtali við Jyllandsposten.

Kári hefur verið í landsliðinu í síðustu verkefnum liðsins en Ólafur Jóhannesson valdi hann ekki í 20 manna leikmannahóp. Kári telur sig hafa leikið vel að undanförnu og hann er undrandi á að hafa ekki fengið tækifæri hjá Ólafi. „Ég er besti íslenski varnartengiliðurinn. Að mínu mati á ég skilið að vera í landsliðinu en það er að sjálfsögðu þjálfarinn sem ræður,“ segir Kári m.a. við Jyllandsposten en hann stefnir á að komast í landsliðshópinn á ný.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert