Krefjast hefnda gegn Íslandi

Warren Feeney skorar fyrra mark Norður-Íra gegn Dönum.
Warren Feeney skorar fyrra mark Norður-Íra gegn Dönum. Reuters

Danir eru svekktir yfir úrslitunum gegn Norður-Írlandi í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í gær þegar danska landsliðið tapaði 2:1 í Belfast. Þar með er ljóst, að Danir komast ekki áfram í úrslitakeppni mótins.

Íþróttafréttamaður Berlingske Tidende kennir úrhellisrigningu í Belfast m.a. um hvernig fór og segir að Norður-Írar hafi drekkt knatttækni Dana. Nú krefjist Danir hefnda í leiknum gegn Íslandi á miðvikudag á Parken þegar lokaumferð undankeppninnar fer fram. Á sama tíma mæta Norður-Írar Spánverjum.

Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka