Birkir og Arnór tryggðu sigurinn gegn Belgum

Arnór Smárason.
Arnór Smárason. mbl.is

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu gerði sér lítið fyrir og lagði Belgíu að velli, 2:1, í undankeppni Evrópumóts landsliða en leikurinn fór fram í Brussel. Þetta er jafnframt fyrsti sigur Íslands í riðlakeppninni. Akureyringurinn Birkir Bjarnason, leikmaður norska liðsins Viking, skoraði fyrra mark Íslands á 16. mínútu. Skagamaðurinn Arnór Smárason, leikmaður hollenska liðsins Heerenveen, skoraði á 28. mínútu og kom Íslendingum í 2:0 en Belgarnir náðu að skora á 80. mínútu

Þetta er fyrsti sigur Íslands í riðlinum en liðið er nú með 6 stig eftir fimm leiki.

Haraldur Björnsson markvörður íslenska liðsins hafði í nógu að snúast á lokakafla leiksins en hann bjargaði íslenska liðinu hvað eftir annað með stórgóðum leik. Aron Gunnarsson átti stórleik á miðjunni í íslenska liðinu sem hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðu íslensku strákarnir átt að fá dæmda a.m.k. eina vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Haraldur Björnsson.
Hægri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson.
Vinstri bakvörður: Ari Freyr Skúlason.
Miðverðir: Guðmann Þórisson og Hallgrímur Jónasson.
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson og Arnór Smárason (Gylfi Sigurðsson 90.)
Hægri kantur: Rúrik Gíslason.
Vinstri kantur: Birkir Bjarnason (Heiðar Júlíusson 83.)
Framherji: Kjartan Henry Finnbogason (Kolbeinn Sigþórsson 67.)

Gul spjöld: Rúrik Gíslason og Birkir Bjarnason.

Þessar þjóðir mættust á Akranesvelli 11. september síðastliðinn og lauk leiknum þá með markalausu jafntefli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert