„Mafían" mætir á leikinn á Parken

Mafían svokallaða ætlar að setja svip sinn á leikinn á …
Mafían svokallaða ætlar að setja svip sinn á leikinn á Parken. Sverrir Vilhelmsson

Hin svokallaða Mafía, harðasti kjarninn í stuðningsmannasveit bikarmeistara FH í knattspyrnu, heldur árshátíð sína í Kaupmannahöfn í kvöld og mætir síðan á leik Íslands og Danmerkur á Parken annað kvöld.

„Ég veit að við fáum mikinn og góðan stuðning á leiknum," sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari og fyrrum þjálfari FH á blaðamannafundi í dag.

Gunnar Gylfason, talsmaður landsliðsins, sagði við Morgunblaðið að reiknað væri með 1.500 til 2.000 Íslendingum á leikinn. Í dönskum fjölmiðlum í dag kemur fram að 20.600 miðar séu seldir en þar af séu um 13 þúsund miðar eyrnamerktir styrktaraðilum og öðrum boðsgestsum. Salan sé því dræm og áhuginn fyrir leiknum takmarkaður, enda eiga Danir enga möguleika lengur á að komast á EM.

Talið er að danskir áhorfendur muni blístra á liðið þegar það gengur inná völlinn til að láta í ljós vanþóknun á slöku gengi þess í undankeppni EM.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert