Ólafur Jóhannesson þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu sagði í viðtali við Sýn eftir 3.0 tap liðsins gegn Dönum í kvöld að margt jákvætt hefði verið í leik liðsins þrátt fyrir slæm úrslit. „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með úrslitin en ég er ánægður með hugarfarið í liðinu. Við vorum svo sem ekkert sundurspilaðir í þeim mörkum sem við fengum á okkur. “ sagði Ólafur.
Hermann Hreiðarsson sagði að danska liðið hefði verið betri aðilinn í leiknum. „Það sem var svekkjandi var hve lítið þeir þurftu að hafa fyrir því að skora. Ég átti að gera betur í öðru markinu sem við fengum á okkur og eftir á að hyggja hefði ég átt að brjóta á leikmanninum sem slapp framhjá mér. Það mark kom á slæmum tíma - rétt undir lok fyrri hálfleiks,“ sagði Hermann í viðtali við Sýn eftir leikinn.