Vinsældir Ronaldinho dala í Barcelona

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho.
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldinho. Reuters

Ronaldinho, leikmaður Barcelona, er ekki lengur sá vinsælasti á meðal stuðningsmanna liðsins en sala á keppnistreyjum með nafni Brasilíumannsins og númerinu 10 á bakinu hefur dregist töluvert saman á undanförnum mánuðum. Brasilíumaðurinn hefur verið gagnrýndur á undanförnum mánuðum fyrir slaka leiki með Barcelona og afrek hans utan vallar í næturlífi Barcelonaborgar hafa einnig verið mikið í umræðunni.

Argentínumaðurinn Lionel Messi og Frakkinn Thierry Henry eru vinsælustu leikmenn liðsins þessa stundina ef marka má sölutölur á keppnistreyjum þeirra en Messi er með nr. 19 á keppnistreyjunni en Henry er með töluna 14.

Samkvæmt nýjustu sölutölum í verslunum á vegum Barcelona hefur sala á keppnistreyju Ronaldinho dregist saman um 40% á allra síðustu mánuðum. Ronaldinho lék með Paris Saint-Germain í Frakklandi á árunum 2001-2003 en hann hefur frá þeim tíma leikið með Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert