Kristján Örn má ekki æfa með Brann

Kristján Örn Sigurðsson er ekki búinn að jafna sig eftir …
Kristján Örn Sigurðsson er ekki búinn að jafna sig eftir áreksturinn við Grétar Rafn. Brynjar Gauti

Læknir norska knattspyrnuliðsins Brann hefur bannað Kristjáni Erni Sigurðssyni að æfa með liðinu um sinn vegna höfuðhöggsins sem hann fékk í landsleik Íslands og Danmerkur á Parken í fyrrakvöld.´

Kristján Örn lenti þá í árekstri við Grétar Rafn Steinsson, eftir aðeins sex mínútna leik, og varð að fara af velli í kjölfarið. Brann býr sig undir leik gegn Dinamo Zagreb í UEFA-bikarnum næsta fimmtudag en Kristján veit ekki hvenær hann má byrja að æfa með liðinu.

"Mér er sagt að það sé hætta á að ég hafi fengið heilahristing en ég veit ekki hvenær ég gert æft á ný. Ég tala við lækninn á ný á mánudaginn og þá sjáum við hvernig staðan er. Ég sé ennþá tvöfalt svo ég verð bara að taka því rólega og vona að ég verði kominn aftur í slaginn sem fyrst," segir Kristján Örn á vef Brann í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert