Fjarðabyggð, sem leikur í 1. deildinni í knattspyrnu, samdi í dag við markakóng Íslandsmótsins 2007 um að leika með liðinu næsta sumar. Það er Pétur Geir Svavarsson frá Bolungarvík en hann skoraði 25 mörk í 19 leikjum fyrir sameiginlegt lið BÍ og Bolungarvíkur í 3. deildinni í sumar.
Pétur Geir var jafnframt sá leikmaður sem skoraði flest mörk í einum leik í deildakeppninni en hann skoraði 8 mörk í sigurleik Vestfjarðaliðsins gegn Snæfelli.
Pétur Geir er 26 ára og hefur leikið fyrir vestan mestallan ferilinn en var í liði HK árin 2001 og 2002 og lék síðan eitt tímabil í Færeyjum.