Van Basten: Sérstakt fyrir mig

Marco Van Basten landsliðsþjálfari Hollendinga.
Marco Van Basten landsliðsþjálfari Hollendinga. Reuters

Marco van Basten landsliðsþjálfari Hollendinga segir á vef hollenska knattspyrnusambandsins að það verði sérstök tilfinning fyrir sig að mæta Íslendingum í undankeppni HM með tilliti til þess að fyrsti leikur hans fyrir hollenska landsliðið var á móti Íslendingum.

Basten hóf glæsilegan feril sinn með Hollendingum árið 1983 í leik á móti Íslendingum þar sem Hollendingar fóru með sigur af hólmi. 3:0.

„Leikirnir við Íslendinga verða sérstakir því ég hóf feril minn með landsliðinu gegn þeim. Íslendingum gekk ekki vel í undankeppni EM en þeir náðu þó jafntefli á móti Spánverjum,“ segir Basten á vef hollenska knattspyrnusambandsins.

Van Basten, sem gerði garðinn frægan með Ajax og AC Milan, lék 58 landsleiki á tímabilinu 1983 til 1992 og skoraði í þeim  24 mörk. Hann var þrívegis valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1988, 1989 and 1992 og besti knattspyrnumaður heims 1992. Þrálát ökklameiðsli bundu enda á feril hans árið 1993 og fljótlega á eftir sneri hann sé að þjálfun.

Vilja spila fótbolta segir Van der Sar

Edwin van der Sar markvörður hollenska landsliðsins og Manchester United segir í viðtali við skoska blaðið Scotsman að að Hollendingar mæti í undankeppninni þjóðum sem vilji spila fótbolta.

„Liðin sem við drógust gegn eru ekki eins varnarsinnuð og við mættum í undankeppni EM. Þau reyna öll og vilja spila fótbolta. Við erum að sjálfsögðu sigurstranglegstir en ég held að öll liðin í riðlinum telji sig eiga möguleika á að komast áfram,“ segir Van der Sar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert