Íslenska piltalandsliðið, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, dróst í milliriðil með Noregi, Ísrael og Búlgaríu í Evrópukeppninni og verður leikið í Noregi í lok apríl 2008.
Íslensku piltarnir komust áfram úr undanriðli keppninnar í haust þegar þeir sigruðu bæði Belgíu og Rúmeníu en biðu lægri fyrir Englandi. Í Noregi verður leikið um eitt sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Tékklandi um miðjan júlí.