Holland, Frakkland og Ítalía saman í riðli

Keppnisbolti EM 2008 sýndur við dráttinn í Luzern í dag.
Keppnisbolti EM 2008 sýndur við dráttinn í Luzern í dag. Reuters

Rétt í þessu var lokið við að draga í riðla fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu sem fram fer í Austurríki og Sviss næsta sumar. Holland, Frakkland og Ítalía lentu saman í álitlegasta riðli keppninnar. Dregið var með viðhöfn í Luzern í Sviss.

Riðlarnir fjórir líta þannig út:

A-RIÐILL:
Sviss
Tyrkland
Portúgal
Tékkland

B-RIÐILL:
Austurríki
Pólland
Þýskaland
Króatía

C-RIÐILL:
Holland
Frakkland
Rúmenía
Ítalía

D-RIÐILL:
Grikkland
Rússland
Spánn
Svíþjóð

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert