Skandinavíudeildin flautuð af

Ekkert verður af keppni í Skandinavíudeildinni (Royal League) í knattspyrnu á þessum vetri eins og til stóð. Reynt verður að ýta keppninni úr vör á nýjan leik á næsta vetri. Fjárhagsgrundvöllurinn keppninnar hefur ekki verið tryggður en næsta ár verður nýtt til þess að leita eftir samstarfsaðilum.

Þátttökulið í Skandínavíukeppninni hafa verið fremstu knattspyrnulið Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar hverju sinni en frá upphafi verið fremur takmarkaður áhugi fyrr keppninni sem fyrst var haldin fyrir þremur árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert