Íslensk knattspyrna 2007

Bókin Íslensk knattspyrna 2007 er komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er þetta 27. bókin í röðinni, en sú fyrsta kom út árið 1981. Höfundur er Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður.

Bókin er 224 síður í stóru broti og prýdd rúmlega 300 myndum af leikmönnum og liðum úr öllum deildum og öllum aldursflokkum.

Meðal efnis er ýtarleg umfjöllun um hverja umferð í Landsbankadeildum karla og kvenna og 1. deild karla, ásamt umfjöllun um aðrar deildir og alla yngri flokka, bikarkeppnina, landsleikina í öllum aldursflokkum, Evrópuleikina, atvinnumennina erlendis og fjölmargt annað sem gerðist í íþróttinni á árinu 2007.

Þá eru í bókinni ýtarleg viðtöl við fyrirliða Íslandsmeistaraliða karla og kvenna, Sigurbjörn Hreiðarsson og Katrínu Jónsdóttur úr Val, einnig við Rúnar Kristinsson úr KR og Ólaf Jóhannesson, nýráðinn þjálfara karlalandsliðs Íslands.

Að auki er að finna í bókinni öll úrslit í öllum leikjum á vegum KSÍ á árinu 2007, en Bókaútgáfan Tindur og KSÍ hafa samvinnu um birtingu þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert