Eiður: Hef styrkt stöðu mína

Eiður Smári sagði að það hefði komið sér dálítið á …
Eiður Smári sagði að það hefði komið sér dálítið á óvart að vera valinn í byrjunarliðið. Reuters

,,ÞAÐ var virkilega ánægjulegt að ná að skora. Ég fann mig mjög vel í leiknum og það er ekki spurning að ég hef náð að styrkja stöðu mína með frammistöðunni í þessum leik. Ég komst vel í takt við leikinn strax í byrjun og ég finn að ég er að komast í gott leikform,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morgunblaðið í gær en Eiður opnaði markareikninginn með Barcelona í spænsku 1. deildinni í fyrrakvöld þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í frábærum 3:0og á Valencia á Mestalla-leikvanginum. Fyrstu tvö mörkin skoraði Samuel Eto'o.

Eiður Smári lék allan tímann á miðjunni og átti stórgóðan leik en Frank Rijkaard, þjálfari Börsunga, kaus að stilla Eiði frekar upp í byrjunarliðinu heldur en Brasilíumanninum Ronaldinho eða Deco.

Kom þér á óvart að vera valinn í byrjunarliðið?

,,Já, ég verð að viðurkenna að það kom mér pínulítið á óvart þar sem allir voru nánast klárir í slaginn."

Sjá nánar viðtal við Eið Smára í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert