Hermann Hreiðarsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, var í kvöld valinn knattspyrnumaður ársins 2007. Það er Knattspyrnusamband Íslands sem stendur að kjörinu.
Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Barcelona á Spáni varð annar í kjörinu og Grétar Rafn Steinsson sem leikur með AZ Alkmaar í Hollandi varð þriðji.
Til og með 1996 var útnefndur knattspyrnumaður ársins, og náði útnefningin þá til beggja kynja og er Ásta B. Gunnlaugsdóttir eina konan sem fékk þá viðurkenningu.
Árið 1997 varð breyting á og eru nú útnefnd knattspyrnumaður og knattspyrnukona ársins. Knattspyrnufólk ársins var áður útnefnt af stjórn KSÍ, en árið 2004 tók Leikmannaval KSÍ við. Í leikmannavali KSÍ eru aðallega fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni.
Þeir sem hafa fengið þessa viðurkenningu frá árinu 1973 eru:
2006 Eiður Smári Guðjohnsen Barcelona
2005 Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
2004 Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
2003 Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
2002 Rúnar Kristinsson Lokeren
2001 Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea
2000 Hermann Hreiðarsson Ipswich
1999 Eyjólfur Sverrisson Hertha Berlín
1998 Eyjólfur Sverrisson Hertha Berlín
1997 Hermann Hreiðarsson Crystal Palace
1996 Ólafur Adolfsson ÍA
1995 Birkir Kristinsson Fram
1994 Ásta B. Gunnlaugsdóttir Breiðablik
1993 Sigurður Jónsson ÍA
1992 Arnar Gunnlaugsson ÍA
1991 Eyjólfur Sverrisson Stuttgart
1990 Bjarni Sigurðsson Valur
1989 Ólafur Þórðarson Brann
1988 Sævar Jónsson Valur
1987 Pétur Ormslev Fram
1986 Guðmundur Torfason Fram
1985 Guðmundur Þorbjörnsson Valur
1984 Bjarni Sigurðsson ÍA
1983 Sigurður Jónsson ÍA
1982 Þorsteinn Bjarnason Keflavík
1981 Guðmundur Baldursson Fram
1980 Matthías Hallgrímsson ÍA
1979 Marteinn Geirsson Fram
1978 Karl Þórðarson ÍA
1977 Gísli Torfason ÍBK
1976 Jón Pétursson Fram
1975 Árni Stefánsson Fram
1974 Jóhannes Eðvaldsson Valur
1973 Guðni Kjartansson Keflavík